Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 101. fundur,  2. maí 2023.

skýrsla Ríkisendurskoðunar um Landeyjahöfn.

398. mál
[17:50]
Horfa

Sigurjón Þórðarson (Flf) (andsvar):

Frú forseti. Ég tel afar mikilvægt í ljósi umræðu um þessa skýrslu að það komi, og ég vil undirstrika það enn og aftur, þau skýru skilaboð héðan að það verði gert betur, að úr þessu verði bætt. En svo er það hins vegar þannig þessu máli tengt að við eigum því miður allt of mörg svona dæmi í samgöngumálum þar sem menn hlaupa í einhver verk og setja þau fram fyrir og allt það og kostnaðurinn fer talsvert úr böndunum. Ég held að það verði að ræða framhald málsins á þeim nótum, þ.e. það borgar sig stundum að flýta sér hægt. Menn ætla að kippa einhverju fram fyrir, við getum nefnt fleiri dæmi, kannski Vaðlaheiðargöng, þeim var kippt fram fyrir og fóru verulega úr böndum. Þetta er óábyrgt. Við sem erum hér, fulltrúar fólksins í landinu, ættum að gera betur í þessum efnum, fara betur með fjármuni og læra virkilega af þessu máli.