Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 104. fundur,  9. maí 2023.

raforkulög.

536. mál
[14:13]
Horfa

Sigurjón Þórðarson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta mál sem hér um ræðir hefur fengið mjög alvarlegar athugasemdir frá Bændasamtökum Íslands, frá Vestfjarðastofu og fjölmörgum aðilum. En því miður hafa þessar athugasemdir ekki verið ávarpaðar í meðförum nefndarinnar; að þær dragi úr líkum á orkuskiptum, að þær komi í veg fyrir að stefna í byggðamálum nái fram að ganga og matvælastefna þjóðarinnar. Þannig að ég vil leggja það til við hæstv. forseta að hann sjái til þess að þetta mál fái frekari umfjöllun í nefndinni vegna þess að ég tel bara nauðsynlegt að menn fari rækilega yfir þessi mál. Það hefur ekki verið gert hér í nefndarálitinu og mér finnst stórundarlegt að 1. þm. Norðvest. skuli leggja þetta mál fram sem fullrætt því að það er það alls ekki. Menn verða auðvitað að koma á móts við þessi sjónarmið og ræða þau í nefndarálitinu.