Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 104. fundur,  9. maí 2023.

skipulagslög.

144. mál
[19:35]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (andsvar):

Einfaldari og betri háttur — einfaldari og betri en hvað? Vegna þess að eins og fram kemur í áliti 1. minni hluta er búið að einfalda ferla í lögum um umhverfismat. Eins og kom fram við umfjöllun nefndarinnar er Landsnet farið að ná að vinna stærri verkefni í meiri sátt við sveitarfélög heldur en oft hefur verið. Þannig að vandinn sem frumvarpið á að leysa, það er bara pínu óljóst hver hann er.

Svo benti Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur á að það hefði bara ágæta reynslu af því að vinna flókin verk sem teygja sig yfir lögsögu margra sveitarfélaga, bara með sátt og samtali. Það þarf ekki alltaf flókinn lagaramma, stundum þarf bara að geta sest yfir kaffibolla og ræða við fólk og ná þannig sameiginlegri niðurstöðu. Það er eitthvað sem hefur oft vantað hjá framkvæmdaraðilum. Ég held að oft hafi framkvæmdir, t.d. við flutningskerfi raforku, strandað á því að fólk í nærsamfélagi framkvæmdanna hafi upplifað sig hlunnfarið um samtal og samráð og bara virðingu.