Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 104. fundur,  9. maí 2023.

skipulagslög.

144. mál
[19:39]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta um.- og samgn. (Andrés Ingi Jónsson) (P) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður spyr hvernig 1. minni hluti skilgreini afmarkaða atburði. Aftakaveður í desember 2019 er afmarkaður atburður sem varð til þess að átakshópur var stofnaður. Auðvitað veit ég að það er veður á hverjum einasta degi, það er veður núna og það var veður fyrir tíu mínútum og stundum er meira að segja vont veður, stundum er aftakaveður. Hinn afmarkaði viðburður sem átti sér stað í desember 2019 var tilefni stofnunar starfshóps sem skilaði tillögum sem urðu að þessu frumvarpi. Ég vona að þetta hjálpi lesskilningi hv. þingmanns.