Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 105. fundur,  10. maí 2023.

Traust og trúverðugleiki íslenska ríkisins á fjármálamörkuðum.

[16:05]
Horfa

Ágúst Bjarni Garðarsson (F):

Virðulegur forseti. Eins og komið hefur hér fram eru allir kostir vondir í þessu máli en þetta er auðvitað mál sem snertir okkur öll og þarf með einhverjum hætti að leiða í jörð. Mig langar hér í lokin og örstutt að fá að koma inn á breytt umhverfi vegna vaxtahækkana. Frá því að fyrstu hugmyndir hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra komu fram um slit á ÍL-sjóði hefur vaxtaumhverfi tekið talsverðum breytingum. Af því tilefni væri forvitnilegt að fá sýn hæstv. ráðherra á það hvort hann meti sem svo að í núverandi ástandi felist ný tækifæri sem jafnvel væri hægt að nýta til góðs, þ.e. að nýta fjármuni ÍL-sjóðs í framkvæmdir fyrir ríkissjóð, m.a. innviðaframkvæmdir, í stað þess að láta þessa fjármuni liggja inni í Seðlabankanum. Þegar hér voru lægri vextir þurfti ríkið að borga meira með ÍL-sjóðnum en væntanlega hefur orðið viðsnúningur á því síðustu mánuði. Þá væri áhugavert að vita hvort þetta atriði hefði verið skoðað sérstaklega.