Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 105. fundur,  10. maí 2023.

aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2024--2028.

860. mál
[16:38]
Horfa

Jódís Skúladóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er alltaf ánægjulegt að vera hér stödd að vinna að góðum málum. Ég held að við öll sem sitjum hér á Alþingi Íslendinga séum sammála um að það eigi að vera gott að eldast og með þessu erum við að vinna í þá átt. Þetta er gríðarlega mikilvægt og gott mál sem mun breyta miklu fyrir stóran hóp fólks sem hefur þurft að bíða. Við erum af virðingu með þessari aðgerðaáætlun að gera fólki kleift að dvelja lengur heima, vera sjálfbærara og fá að eldast með reisn. Við erum jafnvel líka að skoða stöðu þessa hóps til að við getum svo haldið áfram á þessari góðu vegferð. Ég held að það skipti máli að við tölum hreint út um hlutina. (Forseti hringir.) Þetta er gott mál og við eigum öll að vera sammála um að það á að vera gott að eldast.