153. löggjafarþing — 105. fundur,  10. maí 2023.

aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2024--2028.

860. mál
[16:53]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég held að við hv. þingmenn þurfum að fara að spyrja okkur hvort hér sé enn þingræði. Ég get alla vega sagt það fyrir mitt leyti að þegar kemur að einhverjum þingsályktunartillögum sem koma einhvers staðar annars staðar frá en frá þeim hæstv. ráðherrum sem hér sitja þá er greinilega ekkert mark tekið á því sem við þingmenn leggjum fram. Ég spyr sjálfan mig, og ég vona að aðrir hv. þingmenn spyrji sig líka, hvort það sé yfir höfuð þörf á því eða hvort það muni nokkru skila að leggja fram einhverjar þingsályktunartillögur. Það er alveg sama hvað við setjum hér fram á þingi, hæstv. ráðherrar sitja bara og ákveða eitthvað allt annað.