Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 105. fundur,  10. maí 2023.

myndlistarstefna til 2030.

690. mál
[16:57]
Horfa

menningar- og viðskiptaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er allt að gerast í hinum skapandi greinum á Íslandi. Við fengum hagtölur þess efnis að rekstrartekjur í menningu og skapandi greinum nemi nú 126 milljörðum kr. og mikil aukning hefur átt sér stað.

Ég fagna því verulega að við greiðum nú atkvæði um myndlistarstefnu. Það hefur tekið talsverðan tíma að koma henni saman. Þetta er ekki bara stefna heldur líka aðgerðir. Ég vil þakka hv. allsherjar- og menntamálanefnd kærlega fyrir vel unnin störf og fagna því að þetta sé loksins að verða að veruleika.