Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 105. fundur,  10. maí 2023.

breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld.

432. mál
[17:16]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við erum að greiða atkvæði um breytingar á ýmsum lögum og þetta eru svo sannarlega ýmis lög. Þarna er verið að breyta lögum um fjarskiptasjóð, búvörur, dýrasjúkdóma, virðisaukaskatt, tekjuskatt, erfðafjárskatt og fleira.

Ég er sammála ýmsu sem þarna kemur fram en ósammála öðru. Ég vil sérstaklega tiltaka 3. gr. og 21. gr. sem ég hef áður lýst skoðun minni á. Ég sat hjá við afgreiðslu málsins og atkvæðagreiðslu í þinginu áður.

Í 3. gr. er kveðið á um kaupréttarsamninga. Ég skil markmiðin en ég er ósammála því að tekjur séu meðhöndlaðar með ýmsum hætti. Sumir borga bara fjármagnstekjuskatt af sínum tekjum, aðrir borga bara fjármagnstekjuskatt af kaupréttarsamningum, en launafólk þarf að borga fulla skatta.

Ég mun ekki greiða atkvæði um þetta mál.