Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 105. fundur,  10. maí 2023.

afbrigði.

[17:24]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Annað atriðið sem hér er verið að greiða atkvæði um eru skipulagslög, hagkvæmar íbúðir. Það mál kemur fram seint og síðar meir þrátt fyrir að aðstæður séu eins og þær eru á húsnæðismarkaðnum, það er búið að kalla eftir einhverjum aðgerðum í langan tíma. Reykjavíkurborg er búin að vera að reyna að koma þessu á framfæri eins og hér er lagt upp með í frumvarpinu. Loksins, loksins, löngu seinna, kemur fram þetta pínulitla frumvarp, mjög lítið og nett og einfalt. Þó fyrr hefði verið, myndi ég segja.