Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 108. fundur,  15. maí 2023.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:12]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseta hafa borist bréf frá mennta- og barnamálaráðherra og utanríkisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 1620 og 1622, um ráð, nefndir, stjórnir, starfshópa og stýrihópa, frá Bryndísi Haraldsdóttur. Einnig hefur borist bréf frá matvælaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 1587, um varnarlínur sauðfjársjúkdóma, frá Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur. Að lokum hefur borist bréf frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 1584, um kolefnisjöfnun Stjórnarráðsins, frá Andrési Inga Jónssyni.