Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 108. fundur,  15. maí 2023.

bardagaíþróttir.

[16:03]
Horfa

mennta- og barnamálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F):

Virðulegur forseti. Eins og ég sagði hér áðan þá þakka ég hv. þingmanni fyrir þessa fyrirspurn. Ég er tilbúinn til að fara yfir þessi mál en segi aftur að þó að eitthvað hafi verið bannað fyrir 50 árum er ekki þar með sagt að það sé sjálfsagt að það sé endurskoðað núna. Það getur samt þótti eðlilegt að gera það. Þannig að ég segi: Við munum fara yfir þetta mál en það þarf að gæta að þeim þáttum sem hv. þingmaður nefnir, með hvaða hætti það er gert o.s.frv. En ég þakka hv. þingmanni fyrir óundirbúnu fyrirspurnina.