Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 109. fundur,  16. maí 2023.

viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma.

[14:08]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseti vill upplýsa, vegna þess sem fram kom í ræðu hv. þm. Björns Levís Gunnarssonar, að fyrir mistök komu þau skilaboð frá Stjórnarráðinu til skrifstofu þingsins að fjármálaráðherra yrði á listanum yfir ráðherra sem væru til svara í óundirbúnum fyrirspurnum í gær. Fjármálaráðherra fór hins vegar úr landi á sunnudaginn og verður erlendis í opinberum erindum í vikunni. (Gripið fram í.) Það var upplýst gagnvart þingflokksformönnum um leið og þinginu bárust þær upplýsingar, þegar mistökin voru leiðrétt, bara þannig að því sé haldið til haga.