Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 110. fundur,  23. maí 2023.

efling barnamenningar fyrir árin 2024-2028.

804. mál
[14:39]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Í nefndaráliti meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar segir, með leyfi forseta:

„Í umsögnum Þroskahjálpar og umboðsmanns barna er gagnrýnt að ekkert komi fram í aðgerðaáætluninni um það hvernig tryggja megi að fötluð börn, sem og aðrir jaðarsettir hópar barna, fái notið þeirrar stefnu sem þar er sett fram og að þeim séu tryggð jöfn tækifæri til þátttöku.“

Ég fagna þessari tillögu og mun greiða atkvæði með henni. Ég vil hins vegar vekja athygli á því að í fyrsta lagi hefur hæstv. ríkisstjórn staðfest bæði í orðum og gjörðum að þingsályktanir eru eitthvað sem hún álítur ekki bindandi og það er áhyggjuefni að það sé þannig sem eigi að stuðla að þessum mikilvægu málum. Í öðru lagi er miður að hv. þingmenn meiri hlutans hafi ekki séð ástæðu til að gera breytingar á áætluninni með tilliti til þessara athugasemda. Ég mun engu að síður greiða atkvæði með málinu.