Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 110. fundur,  23. maí 2023.

heilbrigðisstarfsmenn.

856. mál
[14:47]
Horfa

Eva Sjöfn Helgadóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég fagna þessu frumvarpi, en betur má ef duga skal. Það þarf að vera mun skýrara verklag fyrir heilbrigðisstarfsfólk til að tryggja að áhættumat sé samræmt milli þess heilbrigðisstarfsfólks sem það nær til. Þá ætti frekar að vera skylt fyrir heilbrigðisstarfsmenn að tilkynna heimilisofbeldi ef það er að beiðni þolenda, vegna þess að ef það er ekki skylt gæti mögulega verið einhver ástæða eða meira svigrúm til þess að það yrði ekki tilkynnt. Því finnst mér að það ætti að vera skylt frekar en heimilt. Þetta er samt bara mjög gott frumvarp og ég samþykki það.