Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 110. fundur,  23. maí 2023.

heilbrigðisstarfsmenn.

856. mál
[14:47]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég vil koma hér og fagna þessu mikilvæga skrefi sem við erum að taka hér, að vinna gegn og uppræta heimilisofbeldi og auka stuðning við þolendur. Við erum líka að bregðast við gagnlegum ábendingum eftirlitsnefndar Evrópuráðsins um innleiðingu Istanbúl-samningsins. En fyrst og síðast vil ég kannski þakka hv. velferðarnefnd fyrir mjög vandaða umfjöllun um þau fjölmörgu atriði sem tengjast þessu máli. Ég nefni aukna samvinnu á milli stofnana, persónuverndarsjónarmið, áform um breytt verklag heilbrigðisstarfsmanna o.s.frv. Ég fagna þessu skrefi og þakka hv. velferðarnefnd góða vinnu.