Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 111. fundur,  24. maí 2023.

breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld.

432. mál
[15:58]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta frumvarp er eins og bland í poka og sterkt með; sumt gott en annað verra. Það er eðlilegt að gera lagfæringar en atriði sem í grunninn eru grundvallarmál ætti ekki að setja inn í pakka sem þennan. Það er ekki óeðlilegt að starfsfólk fái hluta af launum sínum greiddan með kauprétti og ég get alveg fallist á það. Hins vegar er þarna um launagreiðslu að ræða og ég get ekki stutt það að þessi laun séu meðhöndluð á einhvern annan hátt en önnur laun, rétt eins og ég fæ ekki skilið hvers vegna þeir sem byggja afkomu sína á braski með hlutabréf njóta annarra fríðinda en venjulegt launafólk. Þarna er síðan um að ræða framlengingu á ívilnunum eða opinn víxil vegna kaupa á rafmagnsbílum fram til áramóta.

Virðulegur forseti. Væri það ekki réttari forgangsröðun að samþykkja frekar opinn víxil vegna NPA-samninga?