Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 111. fundur,  24. maí 2023.

heilbrigðisstarfsmenn.

856. mál
[16:05]
Horfa

Eva Sjöfn Helgadóttir (P):

Forseti. Ég ætla að vera sammála hv. þm. Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur sem kom hingað upp áðan og talaði um að það sé heimild en ekki skylda en þetta er mjög mikið framfaraskref. Mig langar líka bara að koma hingað upp og hvetja hæstv. heilbrigðisráðherra til dáða, að halda áfram að vinna í þessum málaflokki vegna þess að það er rosalega mikið verk að vinna og þá sérstaklega þegar kemur að húsnæði fyrir fjölskyldur sem hafa verið þolendur heimilisofbeldis og líka einstæða þolendur. Það bara vantar mikið húsnæði, Kvennaathvarfið er sprungið, það eru mjög erfiðar aðstæður að vera í og þetta gerir það að verkum að stundum hafa þolendur ekki annarra kosta völ en að fara aftur í ofbeldisaðstæður.