Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 111. fundur,  24. maí 2023.

heilbrigðisstarfsmenn.

856. mál
[16:06]
Horfa

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég fagna því framfaraskrefi sem er verið að stíga hér í þágu þolenda heimilisofbeldis og vil ítreka að ef það kemur fram beiðni frá sjúklingi um tilkynningu þá er heilbrigðisstarfsmanni skylt að framfylgja þeirri beiðni. Það verða útfærðar verklagsreglur í kringum þessi mál öllsömul inni á heilbrigðisstofnunum og ég deili ekki áhyggjum hv. þingmanna, sem hingað hafa komið upp og gert grein fyrir atkvæði sínu, af því að þetta muni missa marks. Ég fagna þessu. Þetta er virkilega mikið framfaraskref og ég vona að við munum stíga fleiri skref í þessa átt. Takk.