Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 111. fundur,  24. maí 2023.

aðgerðaáætlun í málefnum hönnunar og arkitektúrs fyrir árin 2023-2026.

978. mál
[16:51]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Stefán Vagn Stefánsson) (F):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir hönd meiri hluta atvinnuveganefndar fyrir nefndaráliti um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málefnum hönnunar og arkitektúrs fyrir árin 2023–2026.

Tillagan felur í sér að unnið verði samkvæmt aðgerðaáætlun á sviðum hönnunar og arkitektúrs fyrir árin 2023–2026. Aukin áhersla verði lögð á markvissa nýtingu á aðferðafræði hönnunar og arkitektúrs en það sé til þess fallið að auka lífsgæði með verðmætasköpun, nýsköpun og sjálfbærni fyrir samfélagið í heild að leiðarljósi.

Nefndin fjallaði um málið, fékk á sinn fund gesti og bárust umsagnir. Greint er frá því í nefndaráliti sem liggur frammi.

Að framansögðu virtu leggur meiri hluti atvinnuveganefndar til að tillagan verði samþykkt óbreytt.

Undir álit meiri hluta atvinnuveganefndar rita, auk þess sem hér stendur, hv. þingmenn Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson, Teitur Björn Einarsson og Þórarinn Ingi Pétursson.