Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 113. fundur,  30. maí 2023.

veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.

538. mál
[16:57]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég kem hér upp undir liðnum fundarstjórn forseta til að vekja athygli á fyrirspurn sem ég lagði fram 31. janúar sl. og varðar lóðarleigu á lóðum í eigu ríkisins. Ég lagði þessa fyrirspurn fram vegna þess að Byggðastofnun hefur ítrekað staðfest að lóðarleiga í Reykjanesbæ sé langhæst á landinu og spilar ríkið þar stórt hlutverk. Reynt var að fá ríkið til viðræðna um breytingar á þessu en það skilaði engum árangri. Sveitarfélagið sjálft er ekki að rukka sömu háu lóðarleigu og ríkið og því tel ég eðlilegt að fá fram samanburð á milli sveitarfélaga hvað þetta varðar. Það væri í hæsta máta óeðlilegt ef ríkið væri að mismuna fólki eftir því hvar það býr. Ég vil þess vegna ítreka ósk mína um svar við þessari fyrirspurn minni. Það eru komnir fjórir mánuðir síðan hún var lögð fram og því á að vera komið svar fyrir löngu.