Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 114. fundur,  31. maí 2023.

aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum fyrir árin 2023-2027.

857. mál
[15:52]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Aðgerð 2.B.1 í aðgerðaáætluninni snýst um að sérnám heilbrigðisstétta í geðheilbrigðisfræðum verði fullfjármagnað. Þarna fellur undir uppbygging og fjármögnun ákveðins fjölda stöðugilda í geðhjúkrun, geðlækningum og klínískri sálfræði eða það sem kallast kandídatsár. Kandídatsárið er aðalkostnaðarliðurinn í þessari aðgerð en ráðuneytið áætlar að það kosti rétt rúmlega 300 millj. kr. að fullfjármagna. Þarna gætu um 40 nýútskrifaðir sálfræðingar komið til starfa í opinbera heilbrigðiskerfinu, létt undir biðlistum og á sama tíma eflt þekkingu og reynslu nýrra sálfræðinga til muna. Það er fráleitt að ekki standi til að fullfjármagna þessa aðgerð fyrr en árið 2030, kæri þingheimur, 2030.

Ég og hv. þingkona Oddný G. Harðardóttir höfum lagt fram breytingartillögu sem orðast sem svo að sérnám heilbrigðisstétta í geðheilbrigðisfræðum verið fullfjármagnað án tafar. Ég legg til og vona svo innilega að þingmenn samþykki þessa tillögu — þau ætla ekki að gera það, (Forseti hringir.) en þetta er nauðsynlegt fjármagn sem skilar sér margfalt til baka. (Forseti hringir.) Ég legg til að þetta verði skoðað við vinnu á fjármálaáætlun, að laga þetta og fjármagna þennan lið bara strax.