Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 114. fundur,  31. maí 2023.

matvælastefna til ársins 2040.

915. mál
[15:59]
Horfa

matvælaráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég vil við þetta tilefni þakka hv. atvinnuveganefnd fyrir vinnuna og fyrir að leggja mikla alúð við þetta mikilvæga verkefni. Hér erum við að tala um stefnu sem getur verið góður grunnur og leiðandi í ákvarðanatöku fyrir landbúnað, sjávarútveg, fiskeldi og aðra þætti matvælaframleiðslunnar. Hér er undirstrikað mikilvægi umhverfissjónarmiða og sjálfbærni matvælaframleiðslu til lengri framtíðar. Fæðukerfi heimsins losa gríðarlegt magn gróðurhúsalofttegunda og það er mikilvægt að skoða okkar hlut í því samhengi. Þess vegna er kolefnishlutleysi, sem er sérstakt markmið í matvælaframleiðslu, afar mikilvægt. Hér er jafnframt lögð áhersla á heilnæmi, gæði, fæðuöryggi en ekki síst vistkerfisnálgun, og vegna þess að um það var sérstaklega spurt er hér líka lögð áhersla á varúðarreglu umhverfisréttarins.