Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 114. fundur,  31. maí 2023.

matvælastefna til ársins 2040.

915. mál
[16:01]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég ætla leyfa mér að vitna í greinargerð með þessari stefnu:

„Matvælastefnu er ætlað að vera leiðandi í ákvarðanatöku til að stuðla að aukinni verðmætasköpun í matvælaframleiðslu hér á landi, tryggja fæðu- og matvælaöryggi og auka velferð fólks í sátt við umhverfi og náttúru.“

Þetta er nokkuð sem ég hygg að við getum öll verið sammála um. Ég lýsi því alla vega yfir að þingflokkur Viðreisnar er það en þessi stefna, sem lýsir sameiginlegri sýn stjórnvalda, sameiginlegri sýn ríkisstjórnarflokkanna þriggja, er þeirra stefna. Viðreisn hefur einfaldlega töluvert aðra sýn á það að mörgu leyti hvernig við náum þessum markmiðum og í ljósi þess munum við sitja hjá við afgreiðslu þessa máls.