Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 114. fundur,  31. maí 2023.

matvælastefna til ársins 2040.

915. mál
[16:02]
Horfa

Sigurjón Þórðarson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Hér greiðum við atkvæði um matvælastefnu til ársins 2040. Sá galli er á þessari fallegu stefnu að það fylgja henni engar aðgerðir, engin aðgerðaáætlun. Það er svolítið sérstakt. En engu að síður, vegna þess að þetta er fallega orðað plagg og allt gott um það að segja, ætlum við í Flokki fólksins að greiða atkvæði með því. En því miður eru aðgerðir stjórnarflokkanna, og þá sérstaklega Vinstri grænna, ekki í samræmi við þessa aðgerðaáætlun því aðhöfuðstefið í aðgerðaáætluninni á að vera sjálfbærni. Hér í gær var samþykkt að hleypa togskipum á óheftu afli inn á grunnslóðina, sem er auðvitað algjörlega í andstöðu við matvælastefnuna sem við erum að ræða hér. Það fór auðvitað svo að það treystu ekki allir þingmenn Vinstri grænna sér til að styðja þá stefnu, enda er hún í algerri andstöðu við það sem flokkurinn hefur boðað. (Gripið fram í.)