Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 114. fundur,  31. maí 2023.

matvælastefna til ársins 2040.

915. mál
[16:03]
Horfa

Guðrún Hafsteinsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að hér eru greidd atkvæði um matvælastefnu til ársins 2040. Við Íslendingar erum fyrst og fremst matvælaframleiðsluþjóð og höfum verið það frá örófi alda. Það er hluti af sjálfstæði okkar sem þjóðar sem og þjóðaröryggi að hér sé öflug matvælaframleiðsla þar sem unnið er að matvælaöryggi, sjálfbærni og að tryggja framleiðslu sem og búsetu um land allt. Þessi stefna er liður í því að sjá til þess að við verðum áfram öflugir matvælaframleiðendur og ég lýsi stuðningi við þessa stefnu.