Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 114. fundur,  31. maí 2023.

matvælastefna til ársins 2040.

915. mál
[16:04]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við fögnum því að verið sé að setja stefnu til ársins 2040, reyndar dálítið langt fram í framtíðina. Margt á eftir að breytast á þessum tíma og við söknum þess einmitt úr þessari stefnu að hún sé mun markvissari, mun framsýnni varðandi t.d. loftslagsbreytingar og annað. Það vantar í hana alls konar mikilvæga hluti eins og t.d. umfjöllun um lífræna ræktun. Það sem er hins vegar verst er að í breytingartillögu meiri hlutans, 5. lið, er það fellt brott að setja upplýsingar um kolefnisspor á matvæli, sem við teljum mjög mikla afturför frá því sem lagt var til upphaflega með þingsályktuninni þar sem þetta mun gera neytendum erfiðara fyrir að átta sig á því hvenær þeir eru að kaupa vöru sem hefur slæm áhrif á loftslagið og hvenær varan hefur góð áhrif á loftslagið.