Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 115. fundur,  1. júní 2023.

fjölmiðlar.

543. mál
[15:27]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta allsh.- og menntmn. (Jóhann Páll Jóhannsson) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hélt því auðvitað hvergi fram að styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla sé það eina sem þurfi að gerast til að styrkja rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi til framtíðar. Það eru ekki mín orð þó að hv. þingmaður hafi einhvern veginn reynt að snúa hlutunum þannig. Ég held engu að síður að það myndi skipta sköpum fyrir einkarekna fjölmiðla á Íslandi, og sérstaklega þá minni og fjölmiðla úti í hinum dreifðu byggðum, að hér yrði fest í sessi sterkt og fyrirsjáanlegt styrkjakerfi eins og hæstv. ráðherra hefur talað fyrir, en sem því miður virðist ekki breiður stuðningur við í allsherjar- og menntamálanefnd, þ.e. hjá meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar. Þess vegna varð ég fyrir vonbrigðum með þetta nefndarálit og vona svo sannarlega að þau sjónarmið sem þar er verið að lýsa verði ekki ofan á til frambúðar.