Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 115. fundur,  1. júní 2023.

fjölmiðlar.

543. mál
[17:21]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég verð að fá að taka undir með formanni Blaðamannafélagsins sem sagði að þegar það er farið að verða svona svakalega erfitt að taka upp þær lausnir sem hafa ítrekað verið lagðar til til þess að leysa vanda fjölmiðla, þegar það er alltaf svona flókið og svo erfitt og það þarf bara að setja einhverja starfshópa í gang og koma einhverjum stefnum á sem er alltaf verið að seinka, þá fer mann í alvörunni að gruna að það sé viljandi. (BHar: Hvað með lausnirnar? Komið þið með einhverjar lausnir á móti?)Allt sem hv. þingmaður hefur nefnt; skattaívilnanir, auknir tekjumöguleikar, allt. Það er ekki verið að leggja neitt til annað en tímabundna sporslustyrki. Þar sem hv. þingmanni er tíðrætt um fótbolti.net þá verð ég að játa að ég held að ég hafi aldrei slegið inn slóðina fótbolti.net. Ég er ekkert viss um að ég muni gera það í kjölfar þessarar umræðu heldur. Ég veit ekkert hvað er að gerast þar þannig að ég á mjög erfitt með að svara því hvort þessi síða sé mikilvæg fyrir lýðræðið en ég hallast að því að segja já. Aftur þar langar mig hins vegar til að ítreka það sem ég sagði hérna áðan: Við þurfum ekkert að finna upp hjólið hérna. Við erum ekki fyrsta ríkið í heiminum til að glíma við þessar áskoranir og svara þessum spurningum. Við erum með nágrannaríki sem hafa náð mjög miklum árangri í því að svara þessum spurningum og hafa byggt upp kerfi sem er mun betra en okkar þó að sjálfsögðu sé ekkert þeirra kannski fullkomið.