Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 121. fundur,  8. júní 2023.

tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna.

939. mál
[20:16]
Horfa

Frsm. velfn. (Líneik Anna Sævarsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Bryndísi Haraldsdóttur andsvarið. Eins og kemur fram í nefndaráliti horfði nefndin til þess frumvarps og fjallað var um það á sumum þeirra funda sem nefndin hélt um málið. Meðal annars voru þeir sérfræðingar sem komu frá Háskóla Íslands, dómsmálaráðuneytinu og heilbrigðisráðuneytinu beðnir sérstaklega að gera grein fyrir mismuninum á þessum tveimur frumvörpum og farið var yfir muninn á tillögunum sem þar eru lagðar fram og tillögunum sem lagðar eru fram í þessu frumvarpi. Þar kom jafnframt fram hvaða breytingar eða undirbúningsvinna þyrfti að fara fram varðandi þær tillögur sem ganga lengra í frumvarpinu sem lagt var fram sem mál nr. 8 síðastliðið haust.