Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 122. fundur,  9. júní 2023.

almenn hegningarlög.

45. mál
[17:55]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V) (andsvar):

Herra forseti. Ég er svo sem í sjálfu sér búin að tæma þetta. Þetta eru fín orðaskipti og ég ætla bara að vona að málið hljóti þannig brautargengi hér inni að það sé síðan sú reynsla sem við byggjum á. Það er verið að tala um gildistöku um áramót þannig að það gefst þá tími til að skoða málið nánar.

Ég er líka algjörlega sammála því að það er gott að hafa umræðugrundvöll um mikilvæg mál, ekki síst sem varða mannréttindi meðal líkra þjóða. Ég er stolt af því ef svo fer sem horfir, að það verði Ísland sem leggur þann grundvöll núna og við getum lagt eitthvað af mörkum í samtali við önnur Norðurlönd þar sem ég veit að er verið að skoða þetta. Það verður þá bara þannig. En ég vona að þetta séu ekki slíkir hnökrar sem hv. þingmaður hefur fundið á málinu að hann styðji það ekki, án þess að ég ætli að þýfga hann um svör við því hér og nú. En ég þakka bara fyrir.