154. löggjafarþing — 3. fundur,  14. sept. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[18:18]
Horfa

Sigmar Guðmundsson (V) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur fyrir skoðanaskiptin hérna og mig langaði aðeins að fara ofan í ræðuna sem flutt var hér áðan og þá í samhengi við það sem áður hefur verið látið falla hér um fjárlögin. Það er verið að benda á að það sé ráðuneytanna að skera niður innan þess ramma sem gefinn er í fjárlögunum. Það er líka verið að tala um það að fyrir ári, þegar verið var að benda á að það þyrfti að gera nákvæmlega þetta, hafi menn vanmetið stöðuna sem uppi var og ekki gengið nógu langt í því að beita ríkisfjármálunum sem tæki til að berjast gegn verðbólgu. Þetta var fjármálaráðherra að staðfesta í ræðu fyrr í dag. Þannig að mig langaði að spyrja hv. þingmann hvort það sé ekki þannig að menn hafi raunverulega verið svolítið sofandi fyrir ári þegar grípa átti til almennilegra aðgerða vegna þess að þó að hagaðilar séu oft gagnrýnir á það sem er verið að gera (Forseti hringir.) þá er þetta allt spurning um væntingarnar sjálfar, (Forseti hringir.) verðbólguvæntingarnar, þar sem þeir segja: Það hefur áhrif á verðbólguna. Það sem ríkisstjórnin gerir hefur líka áhrif á verðbólguna. (Forseti hringir.) Af hverju voru menn ekki byrjaðir fyrr?

(Forseti (ÁLÞ): Forseti vill minna þingmenn á að virða ræðutíma.)