154. löggjafarþing — 10. fundur,  28. sept. 2023.

Mannréttindastofnun Íslands.

239. mál
[13:04]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það verður auðvitað þingsins að ákveða hvort okkar hefur rétt fyrir sér og í hvorri nefndinni þetta á betur heima. En ég velti upp t.d. lögum um ríkisendurskoðanda, þau heyra vissulega undir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, ríkisendurskoðandi heyrir undir þá nefnd, en mögulega, vegna efni mála þar sem ríkisendurskoðandi fæst við, ætti hann betur heima undir einhverri annarri nefnd. En vegna þess að ríkisendurskoðandi er stofnun Alþingis þá heyrir hann undir okkar nefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Ég held að þetta sé ekki eitthvað eðlisólíkt öðrum stofnunum á vegum þingsins. En við leyfum bara atkvæðunum að ráða um þetta, hv. þingmaður.