154. löggjafarþing — 10. fundur,  28. sept. 2023.

stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélagi á Íslandi til ársins 2025.

234. mál
[14:45]
Horfa

háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka bara hv. þingmanni fyrir. Varðandi það þá er það kannski ekki verkefni háskólaráðherra að setja beint á dagskrá hvað háskólar eigi að kenna, í umhverfi sjálfstæðra háskóla, en það er mikilvægt að búa til hvata fyrir háskólana til að ýta undir og kenna ákveðnar greinar. Það höfum við gert með samstarfi háskólanna þar sem þeir byrja með nýjungar og nýjar leiðir og þetta væri einmitt eitthvað sem myndi uppfylla þær kröfur sem þar koma fram, að bjóða upp á nýjar leiðir sem styðja við nýsköpun og aðra þætti. Þannig að þetta er eitthvað sem algerlega ætti að taka til umræðu og ég bara fagna því að hv. þingmaður komi með þessar athugasemdir hér og sé ekkert því í vegi að háskólarnir fari ekki að huga betur að þessu enda erum við í fyrsta skipti að fjármagna háskólanám með hvata til að tengja sig betur við nýsköpun og tengja sig við samfélagslegar áskoranir sem hefur ekki verið áður og þar eru félagslegar áskoranir auðvitað inni.