154. löggjafarþing — 11. fundur,  9. okt. 2023.

afstaða forsætisráðherra til árásar á Ísrael.

[15:32]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Ég neyðist því miður til að leiðrétta hv. þingmann sem sagði að ég hefði ekki lýst minni afstöðu í fyrra svari því að það gerði ég og sagði að það væri algjörlega skýrt að ég fordæmdi þessa árás. Þannig að hv. þingmaður hefur eitthvað (SDG: Vísaðir í annan ráðherra.)— já, og vísaði líka í annan ráðherra en sagði einnig algerlega skýrt að ég fordæmdi þessi árás. Þannig að ég bið hv. þingmann um að hlusta vel eftir svörum þegar þau koma því að þetta var algjörlega skýrt svar. Ég hef ekki tekið neina afstöðu til þess hvað varðar upplýsingu í fánalitum enda eru því miður, eins og kom fram í mínu fyrra svari, ansi mörg dæmi þar sem það kann að vera ástæða til að gera slíkt.