154. löggjafarþing — 12. fundur,  10. okt. 2023.

um afsögn fjármála- og efnahagsráðherra.

[13:35]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Það er komin ákveðin niðurstaða í þetta mál, ekki full niðurstaða þó, þar sem ríkisstjórnarflokkarnir og stjórnarþingmenn slógu ákveðinn varnarmúr utan um fjármálaráðherra í þessu máli og það féllu ýmis stór orð í þessum ræðustól til varnar þessari sölu á Íslandsbanka, sem nú er orðið mjög skýrt að var brot á hæfisreglum — hagsmunatengsl þarna í gangi sem eru ekki þolanleg í stjórnsýslu. Það er eitthvað sem ríkisstjórnin og stjórnarþingmenn þurfa að gera dálitla grein fyrir. Þau þurfa að gera hreint fyrir sínum dyrum hvað þetta varðar. Þegar spurt var hér á opnum fundi hvort ráðherra hefði skoðað hæfnistengsl sín og svarið var nei var svo augljóst að þetta yrði niðurstaðan. Það var augljóst. Allir sem sjá það ekki (Forseti hringir.) eru ekki hæfir til að sinna neinni stjórnsýslu. Það er einfaldlega þannig. Það er mjög augljóst. (Forseti hringir.) Þannig að ég kalla eftir því að stjórnarþingmenn skoði aðeins hvað þau sögðu á undanförnu ári og geri hreint fyrir sínum dyrum.