154. löggjafarþing — 12. fundur,  10. okt. 2023.

afsögn fjármála- og efnahagsráðherra.

[13:36]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Umboðsmaður Alþingis hefur nú sent frá sér álit um Íslandsbankasöluna og sem betur fer og aldrei þessu vant þá segir fjármálaráðherra af sér. Þetta eru vinnubrögð sem við höfum ekki vanist hér á Alþingi eða á Íslandi nema í algjörum undantekningartilfellum. Við höfum fylgst vel með hvernig salan á Íslandsbanka hefur gengið eftir. Þetta hefði átt að vera okkur víti til varnaðar. Við vitum hvernig hrunið fór og við vitum að það er ekki búið að gera upp 15.000 heimili. Ég held og tel alveg sjálfsagt núna að ríkisstjórnin fari í ákveðna naflaskoðun og geri hreint fyrir sínum dyrum og taki líka ábyrgð.