154. löggjafarþing — 13. fundur,  11. okt. 2023.

kostir og gallar hugsanlegrar aðildar Íslands að tollabandalagi Evrópusambandsins.

303. mál
[15:39]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hér er skýrslubeiðni varðandi kosti og galla tollabandalags Evrópusambandsins. Þetta er endurnýjuð beiðni. Ég heyrði það nú frá mjög öflugum embættismanni sem hefur verið lengi í Brussel að hann hafi fengið skýrsluna, að hún væri komin til prófarkalestrar hjá honum. En hún er lögð hér fram aftur og ég vonast eftir góðum stuðningi við hana. Ég tel að þetta sé mjög áhugavert mál og allir sem eru unnendur frjálsrar verslunar ættu að hafa áhuga á þessu máli; hverjir eru kostir og gallar þess að vera innan þessa stærsta tollabandalags heims.