154. löggjafarþing — 14. fundur,  12. okt. 2023.

rekstur og aðbúnaður Landhelgisgæslunnar.

[10:59]
Horfa

Kristrún Frostadóttir (Sf):

Höfum í huga, virðulegi forseti, að dómsmálaráðuneytið hefur verið í höndum Sjálfstæðisflokksins sleitulaust undanfarinn áratug. Það er vegna Sjálfstæðisflokksins sem grafið hefur verið undan almannaöryggi í landinu; fangelsin líkt og voru til umræðu, löggæslan líkt og var hér til umræðu hjá hæstv. dómsmálaráðherra og núna Landhelgisgæslan. Núna heyri ég hæstv. dómsmálaráðherra óska eftir því að almennu aðhaldskröfunni verði vikið til hliðar í tilviki Gæslunnar og ég geri ráð fyrir að hún vilji líka bæta fjárframlög til stofnunarinnar og því spyr ég hæstv. dómsmálaráðherra: Hvaðan á sá peningur að koma? Það var tekin pólitísk ákvörðun í haust á vegum fráfarandi hæstv. fjármálaráðherra um að setja allt viðbótaraðhald á útgjaldahlið. Það er ekkert sótt til viðbótar á tekjuhlið. Það er 9 milljarða viðbótaraðhald á útgjaldahlið, sem er m.a. að falla á stofnun líkt og Landhelgisgæsluna, til viðbótar við þetta 2% aðhald.

Því spyr ég: Ef hæstv. dómsmálaráðherra vill losna við aðhaldskröfuna á Landhelgisgæsluna til að bæta reksturinn, hvert vill hún sækja það fjármagn?