154. löggjafarþing — 18. fundur,  19. okt. 2023.

Frestun á skriflegum svörum.

[10:31]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Borist hafa bréf frá dómsmálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 252, um útköll sérsveitar lögreglu, og þskj. 253, um kaup á vopnum og varnarbúnaði í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins, báðar frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, og á þskj. 265, um mansal á Íslandi, frá Hafdísi Hrönn Hafsteinsdóttur.