154. löggjafarþing — 19. fundur,  24. okt. 2023.

kvennastéttir og kjarasamningar.

[13:59]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Ég er ekki að fara fram á það hér að hæstv. ráðherra standi í kjaraviðræðum við þessar stéttir, allra síst við mig. En það væri gott að fá það fram hjá hæstv. ráðherra, einmitt á þessum degi, að það ríki skilningur á því að þarna sé um að ræða óviðunandi ójafnrétti og óútskýrðan launamun sem stefnt skuli að því að leiðrétta. Við Íslendingar erum í keppni um þennan mannauð sem ráðherra varð tíðrætt um. Við erum í keppni um þennan mannauð við nágrannaþjóðir okkar. Þess eru fjölmörg dæmi að fólk flytji af landi brott, ekki kannski endilega vegna launakjaranna sem þó eru ekki nógu góð, heldur einfaldlega vegna þess að starfsaðstæður eru óviðunandi. (Forseti hringir.) Þess vegna spyr ég hæstv. ráðherra í seinni spurningu minni hvað hann sér til ráða til þess að bæta úr þessum aðstæðum.