154. löggjafarþing — 31. fundur,  14. nóv. 2023.

þróun varnargarðs við Grindavík.

[13:52]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra svarið. Forsætisráðherra vísar þarna í skýrslu, í úttekt sem gerð var í tengslum við innviði á svæðinu og skilað var árið 2022. Mig langar til að spyrja: Eru fleiri verkefni sambærileg þessum varnargarði sem bent var á í þessari skýrslu sem ástæða væri til að skoða núna í samhengi við það að við lendum ekki aftur í svona, þótt auðvitað séu bráðaaðgerðir alltaf nauðsynlegar að einhverju marki þegar náttúrunni sýnist svo? Eru fleiri tillögur eða atriði sem komu til skoðunar í þessari greiningu sem væri skynsamlegt fyrir okkur hér í þinginu að taka mögulega efnislega umræðu um og afstöðu til hvað það varðar að geta þá unnið undirbúningsvinnu í rýmri tíma en nú er mögulegt?