154. löggjafarþing — 31. fundur,  14. nóv. 2023.

viðbrögð við náttúruvá á Reykjanesi.

[14:04]
Horfa

Daði Már Kristófersson (V):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra hreinskilin svör. Eins og hann bendir réttilega á eru ýmsar vár á Íslandi og þar af leiðandi erfitt að forgangsraða. Ég vil samt kannski ýta eftir þessari spurningu: Nú hafa auðvitað atburðir undanfarinna daga hugsanlega sett nýja Reykjaneselda í nýtt ljós og sýnt okkur svart á hvítu hver kostnaður samfélagsins getur verið. Telur hæstv. ráðherra að við þurfum að endurskoða okkar áætlanir í þessu ljósi og í ljósi þess að tjónið getur orðið svo mikið að geta ríkisins til að bregðast við því til skamms tíma er takmörkuð? Þurfum við að búa í haginn fyrir lengra tímabil sambærilegra meiri háttar atburða?