154. löggjafarþing — 32. fundur,  15. nóv. 2023.

skattar og gjöld.

468. mál
[18:11]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Frú forseti. Hugtakanotkunin eða lagatæknilega svarið er að svefnaðstaða geti líka verið tjald. Ég skil hins vegar alveg hvaðan hv. þingmaður er að koma og auðvitað hefur það komið upp og verið hluti af umræðu almennt og í gegnum tíðina hvort gistináttaskattur eigi heima á tjaldsvæðum eins og á hótelum. Þannig var það áður og hér er það lagt til sömuleiðis. Það var alltaf á tjaldsvæðum og er sömuleiðis lagt til nú. Þetta er eitt af því sem þarf að líta til, ef þú miðar bara við forsendurnar og hver fjárhæðin eigi að vera og hver útfærslan eigi að vera; á hverja einingu, á hvern haus, hvort það er tjaldsvæði eða tekjutenging eða hvað. En þetta er útfærslan. Það eru sjónarmið með og á móti um hvort eitt eigi bara yfir alla ganga, en auðvitað er það annars konar þjónusta að mæta á tjaldsvæði með eigið tjald en að ganga inn á hótel. En þetta var sú útfærsla sem var ákveðin hér og það er mismunandi eftir löndum hvernig það er gert.