154. löggjafarþing — 32. fundur,  15. nóv. 2023.

skattar og gjöld.

468. mál
[18:12]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra út í gistináttagjaldið og þá kannski sérstaklega hvert tekjurnar sem koma af gistináttagjaldinu fara. Það er stefna Pírata að auka við tekjustofna sveitarfélaga og að þær tekjur sem verða til á svæðinu fari í auknum mæli til þeirra sveitarfélaga sem þar eru fyrir. Ég vil því spyrja hæstv. ráðherra í fyrsta kasti hvort henni finnist koma til greina að láta gistináttaskattinn, eða gistináttagjaldið, renna beint til þeirra sveitarfélaga þar sem þjónustan er innt af hendi til þess að styrkja getu þeirra sveitarfélaga til að byggja betur undir ferðaiðnað á sínu svæði og bara styrkja byggðirnar o.s.frv. Hvort þetta sé ekki kjörin leið til þess einmitt að styrkja tekjustofna sveitarfélaga.