154. löggjafarþing — 32. fundur,  15. nóv. 2023.

skattar og gjöld.

468. mál
[18:20]
Horfa

Halldór Auðar Svansson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið. Ég vil bara aðeins fylgja þessu eftir og koma inn á það sem ég var að vísa til áðan; ég er nánar til tekið að tala um margra ára umræðu og vísa til þess þegar út kom skýrsla árið 2018 um rekstrarumhverfi fjölmiðla. Þá var lagt til að færa áskriftir af dagblöðum og tímaritum og eins áskriftir af mynd- og hljóðmiðlum niður í lægra þrep. Þá gaf Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði út áskorun þar sem hvatt var til þess að huga líka að því að færa sölu á aðgöngumiðum í kvikmyndahús niður í þetta þrep. Ég vil bara ítreka vonir mínar til þess að það sé vilji til að skoða þetta nánar af alvöru.