154. löggjafarþing — 32. fundur,  15. nóv. 2023.

fjáraukalög 2023.

481. mál
[19:06]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég held að það sé ágætt að ítreka hér hlutverk og skilyrði sem tillögur sem rata inn í fjáraukalagafrumvarp þurfa að uppfylla. Þeim er ekki ætlað að mæta útgjöldum til nýrra verkefna, auknu umfangi starfsemi eða rekstrarhalla einstakra málefnasviða og málaflokka umfram setta útgjaldaramma. Hluti af því sem hv. þingmaður var hér að nefna væru sannarlega ný verkefni sem ekki er hlutverk fjáraukalagafrumvarps að taka á heldur væri það inni í fjárlögum, eða jafnvel í fjármálaáætlun og síðan í fjárlögum, vegna þess að fjáraukalögum er eingöngu ætlað að bregðast við tímabundnum, ófyrirséðum og óhjákvæmilegum útgjaldamálum.