154. löggjafarþing — 35. fundur,  22. nóv. 2023.

húsnæðisstefna fyrir árin 2024--2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028.

509. mál
[15:52]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Það verður að gera ákveðna kröfu til ráðherra um að þeir geti útskýrt hvað er í frumvörpum eða þingsályktunartillögum. Mér dettur nú í hug ágætisskáldsaga Davíðs Stefánssonar um Sólon Íslandus þar sem Sölvi Helgason reiknar barn í konu og úr henni aftur því að þannig er þetta svolítið með húsnæðismál þessarar ríkisstjórnar. Það er fullt af fallegum loforðum og sömu áform kynnt aftur og aftur en það gerist ekkert. Og nú spyr ég bara, burt séð frá leigubremsu og leiguteygju: Hvenær kemur ráðherra inn með húsaleigulögin?