154. löggjafarþing — 41. fundur,  4. des. 2023.

stuðningur íslenskra stjórnvalda við UNRWA.

[15:26]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M):

Herra forseti. Þegar aðrar þjóðir lýsa áhyggjum af þessu og telja ástæðu til að endurskoða þennan stuðning eða hvernig hann nýtist best og Ísland segist ekki geta annað en að elta, er þá ekki a.m.k. rétt að elta þær þjóðir hvað það varðar og endurmeta þetta með það að markmiði að í fyrsta lagi sem mest af stuðningi skili sér til fólksins sem þarf mest á honum að halda og í í öðru lagi að sem allra minnst og helst auðvitað ekki neitt renni til hryðjuverkasamtaka sem hafa misnotað þessa stofnun árum saman og hefur núna vakið það mikla athygli að það er til umræðu í stjórnmálum víða um Evrópu og í Bandaríkjunum? Það er ekki hægt fyrir okkur að hætta á það að fjármagni sé stolið eða það misnotað, m.a. í þeim tilgangi að nota einhverja af þessum skólum sem hæstv. ráðherra nefndi til að ala á endalausu hatri og áróðri fyrir samtök sem hafa níðst á Palestínumönnum árum og áratugum saman, fyrir utan það að vilja eyða nágrannaríki sínu.