154. löggjafarþing — 43. fundur,  5. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[16:32]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Smáathugasemd við bjölluslátt hæstv. forseta. Ég hef setið í stól forseta og við fengum sérstaka ábendingu um að verulega góður bjöllusláttur hefði óþægileg áhrif á útsendinguna, myndi glymja ansi hátt í sjónvarpsútsendingu, þó að okkur þingmönnum sé engin vorkunn að þurfa að þola bjöllusláttinn, sérstaklega þegar við förum yfir tímann. En svona af virðingu við áhorfendur þá var mælst til þess að forsetar myndu vera aðeins mýkri á bjöllunni til að byrja með. Ég veit ekki hvort þetta hafi skilað sér áfram inn í forsætisnefnd en því er alla vega komið til skila núna.